1. Forsíða
  2. 9. Uppbygging prófanna

9. Uppbygging prófanna

Efnisyfirlit

9. 1 Uppbygging prófanna
Í samræmdum könnunarprófum er miðað við matsviðmið aðalnámskrár grunnskóla. Prófin eru yfirgripsmikil og er þeim ætlað að meta stöðu nemenda út frá matsviðmiðum á hverju aldursstigi. Staða nemenda gagnvart matsviðmiðum aðalnámskrár er breytileg. Þess vegna byggjast könnunarprófin á prófatriðum sem gefa nemendum með mismikla færni tækifæri til að sýna hvað í þeim býr, atriði sem spanna fjölbreytileg viðfangsefni og eru ólík að þyngd. Í prófunum verða prófatriði, sem reyna mismikið á fjölbreytta færni nemenda og henta nemendum með ólíka getu.

9.2 Íslenska
Samræmt könnunarpróf í íslensku metur getu og hæfni nemanda til að skilja texta sem hann les og metur færni hans í notkun íslensks máls. Prófið reynir á skilning nemandans á atriðum er fram koma í textanum, bæði með beinum og óbeinum hætti. Einnig reynir á getu hans til að greina framvindu textans og hlutverk afmarkaðra hluta hans, finna markmið höfundar með textanum og skoðanir hans, greina stílbrigði og eiginleika textans. Jafnframt reynir á skilning nemandans á málinu, bæði með verkefnum tengdum textum og stökum prófatriðum.

Uppbygging samræmds könnunarprófs í íslensku: 

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi prófatriða

Árgangur

4.

7.

9.

4.

7.

9.

Lesskilningur

70%

70%

70%

40

40

45

Málnotkun

30%

30%

30%

10

15

15-20

9.3 Stærðfræði
Samræmt könnunarpróf í stærðfræði metur getu og hæfni nemanda til að kljást við og leysa viðfangsefni á sviði almennra reikningsaðferða, hlutfalla og prósenta, mynsturs og algebru og rúmfræði í ólíkum viðfangsefnum. Verkefnin miðast við hæfni eftir aldursstigi nemenda. Verkefnin eru ýmist fjölval eða opin og reyna á að nemendur sýni vald á grunnatriðum, geti unnið með flóknari stærðfræðileg viðfangsefni og hafi gagnrýnt hugarfar gagnvart viðfangsefnum stærðfræðinnar. 

Uppbygging samræmds könnunarprófs í stærðfræði:

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi prófatriða

Árgangur

4.

7.

9.

4.

7.

9.

Algebra

-

-

25%

-

-

12

Hlutföll og prósentur

-

-

25%

-

-

12

Reikningur og aðgerðir

50%

50%

25%

16

20

12

Rúmfræði og mælingar

25%

25%

25%

8

10

12

Tölur og talnaskilningur

25%

25%

-

8

10

-

9.4 Enska
Samræmt könnunarpróf í ensku metur getu og hæfni nemanda til að skilja ritaðan texta á ensku. Prófið reynir á skilning nemandans á efnisatriðum textans, bæði með beinum og óbeinum hætti. Einnig reynir á getu hans til að greina framvindu textans og hlutverk afmarkaðra hluta hans og þær skoðanir sem fram koma í textanum. Jafnframt mun reyna á málnotkun og orðskilning í prófinu.

Uppbygging samræmds könnunarprófs í ensku í 9. bekk:

Námsþáttur

vægi í heildareinkunn

fjöldi prófatriða

Lesskilningur

70%

50

Málnotkun

30%

15-20

 

<<Fyrri kafli

Næsti kafli>>

Efnisyfirlit