1. Forsíða
  2. Andrés Indriðason

Andrés Indriðason

Andrés Indriðason er fæddur í Reykjavík 1941. Að loknu stúdentsprófi frá MR stundaði hann nám í ensku við Háskóla Íslands og í kvikmyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp í Árósum og Kaupmannahöfn. Hann réðst til Sjónvarpsins sem dagskrárgerðarmaður 1965 og starfaði að dagskágerð og upptökustjórn í tvo áratugi en hefur frá 1985 verið lausamaður í dagskrárgerð ásamt ritstörfum og störfum að kvikmyndagerð.