Þú ert hér

Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti: 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti. Verkefnastjórn um aðgerðir gegn einelti ákvað á sínum tíma að koma deginum á fót og var slíkur baráttudagur fyrst haldinn árið 2011. Í tilefni dagsins var undirritaður þjóðarsáttmáli um jákvæð samskipti.

Þjóðarsáttmáli um baráttu gegn einelti

Fréttatilkynningar og dreifibréf vegna dags gegn einelti

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

Í tengslum við daginn hafa verið veitt sérstök  hvatningarverðlaun til þeirra sem þykja hafa staðið fram úr í vinnu sinni til að hafa jákvæð áhrif á samskipti.

Yfirlit yfir verðlaunahafa hvatningarverðlauna dags gegn einelti:

2017: Vináttuverkefni Barnaheilla. Sjá til fróðleiks fréttatilkynningu Menntamálastofnunar.

2015: Verkefni Reykjavíkurborgar Vinsamlegt samfélag. Sjá til fróðleiks fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis og frétt frá Leikskólanum Álfaheiði þar sem hátíðardagskráin var haldin.

2014: Magnús Stefánsson og Páll Óskar Hjálmtýsson vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Þeir framleiddu heimildarmynd um æsku Páls Óskars og í framhaldinu gerðu þeir fræðsluverkefnið; Þolandi og gerandi, þar sem þeir ræddu við grunnskólabörn og miðluðu reynslu sinni sem þolandi og gerandi eineltis.Sjá fréttatilkynningu.

2013: Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins gegn einelti fyrir ötult starf í baráttuni gegn einelti í skólasamfélaginu. Sjá fréttatilkynningu

2012: Kvennalandsliðið í knattspyrnu fyrir jákvæð skilaboð gegn einelti og mikilvægi þess að fagna fjölbreytileikanum.Sjá fréttatilkynningu.