1. Forsíða
  2. Íslenska leikskólastigið

Íslenska leikskólastigið

Út er komin stutt lýsing á íslenska leikskólastiginu á ensku. Samantektin er hugsuð til gagns fyrir stjórnendur og kennara í leikskólum þegar útskýra þarf fyrsta stig skólakerfisins á ensku.

Haustið 2019 verður gefin út evrópsk samanburðarskýrsla um stöðu leikskólastigsins í Evrópu á vegum Eurydice samstarfsins sem Ísland er þátttakandi í. Tölulegar upplýsingar eru unnar af Menntamálastofnun og í aðdraganda þeirrar gagnasöfnunar var ákveðið að skrifa stutta greinargerð um leikskólastigið á ensku, sem gæti til dæmis nýst þegar erlenda gesti ber að garði.

Greinargerðin er til frjálsra nota fyrir þá sem telja að hún komi að gagni og fylgir hér.

skrifað 26. JúN. 2018.