1. Forsíða
  2. Leirmótun - bókakynning

Leirmótun - bókakynning

Þriðjudaginn 11. október kl. 15.30 verður bókakynning á vegum Menntamálastofnunar í Listgreinahúsi HÍ, Skipholti 37.

Kynntar verða bækurnar Leirmótun-keramik fyrir alla og Leirmótun-verkefni fyrir alla. Fyrri bókin kom út 2015 og er markmiðið með henni að kenna undirstöðuþætti og grunnaðferðir leirmótunar, notkun leirlita og glerunga. Seinni bókin kom út á þessu ári og í henni er lögð áhersla á hefðbundin verkefni og nýja nálgun í skólastarfi.

Bækurnar geta nýst kennurum með þekkingu á leirmótun og einnig byrjendum, sem eru að reyna fyrir sér í keramik og eiga því allir að geta nýtt sér þessar bækur.

Höfundur bókanna, Kristín Ísleifsdóttir, hefur kennt leirmótun í 35 ár á öllum skólastigum og mun veita innsýn í efni bókanna og fara síðan nánar í ákveðna þætti á vinnustofu eftir kynninguna.

Dagskrá:

15:30 - 16:00 Kynning og umræður um bækurnar Leirmótun-keramik fyrir alla og Leirmótun-verkefni fyrir alla
16:00 - 16:30 Veitingar og kynning á endurmenntunarnámskeiðum Menntavísindasviðs HÍ í myndlist.
16:30 - 18:30 Vinnustofa. Meðferð leirs, grunnaðferðir í mótun og leirlitir.

Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir miðnætti 9. október á [email protected] og takið fram hvort þið ætlið að vera allan tíman eða eingöngu á kynningunni.

skrifað 10. OKT. 2016.