1. Forsíða
  2. Lesum og bökum

Lesum og bökum

Ein af hugmyndum að lestri í sumarlæsisdagatali Menntamálastofnunar er að tengja lestur við bakstur. 

Hugmynd: Finndu uppskriftina að uppáhalds kökunni þinni, lestu uppskriftina og bakaðu.

Hér fylgir uppskrift að gómsætum muffinskökum sem eru einfaldar í bakstri.

Góð ráð fyrir okkur fullorðna fólkið: 

Það tekur lengri tíma að baka með barni. Gefum okkur tíma í að lesa uppskriftina með barninu, tala við barnið og kanna hvort það skilji það sem það les. Til að auka orðaforða barnsins er gott að orða hluti og athafnir við baksturinn: „helltu í mælikönnuna, vigtaður hveitið“, o.s.fr. Leyfum barninu að vigta og mæla þó eldhúsið fari á hvolf því það er ferlið og upplifunin sem skiptir öllu máli.

Ef barnið er ekki farið að lesa þá er samt tilvalið að lesa uppskriftina með barninu. Foreldrar eru sterkar fyrirmyndir í lífi barna sinna og þau börn er sjá foreldra sína lesa og upplifa lestur sem hluta af daglegu umhverfi læra frekar að njóta lestrar.

Við minnum á að sumarlæsisdagatalið var einnig gefið út á ensku og pólsku. Endilega deilið því til foreldra sem eiga annað móðurmál en íslensku.

 

 

 

skrifað 14. JúN. 2018.