1. Forsíða
  2. Öld frá eftirminnilegu ári

Öld frá eftirminnilegu ári

Í ár er öld liðin frá eftirminnilegu ári í sögu Íslendinga. Að því tilefni er minnt á námsefnið Árið 1918 sem ætlað er að veita grunnskólanemendum á mið- og unglingastigi innsýn í líf og starf Íslendinga við upphaf 20. aldar og gefa þversnið af þessu merka ári. 

Árið 1918 hófst með miklum frosthörkum strax í janúar sem þrengdu verulega kost þjóðarinnar.

Um haustið gaus eldstöðin Katla og þegar gosinu lauk lagði skæð drepsótt, spænska veikin, stóran hluta íbúa á sunnan og vestanverðu landinu í rúmið og fjölmarga í gröfina.

Á árinu náðist einnig afar merkilegur áfangi í sjálfstæðisbaráttu okkar þegar fullveldi þjóðarinnar var samþykkt. Eftir bylmingshögg náttúrunnar var haldin einföld athöfn við stjórnarráðið í Reykjavík, sunnudaginn 1. desember 1918.

Námsefninu fylgja kennsluleiðbeiningar.

skrifað 18. JAN. 2018.