1. Forsíða
  2. Samræmd könnunarpróf á rafrænu formi - kynningarfundir

Samræmd könnunarpróf á rafrænu formi - kynningarfundir

Tilgangurinn er að kynna væntanlega rafræna fyrirlögn á samræmdum könnunarprófum. Farið verður yfir dag- og tímasetningar, stuðningsúrræði og undanþágur. Einnig verður Skólagáttin kynnt og þær breytingar sem verða gerðar á samræmdum könnunarprófum í 4. og 7. bekk, haustið 2016.

Áætlað er að fundurinn taki klukkutíma og gefst tækifæri til fyrirspurna.

Dagsetning tími fundarstaður bæjarfélag
29. ágúst Kl. 15.00 – 16.00 Egilsstaðaskóli Egilsstaðir
30. ágúst Kl. 14.30 – 15.00 Menntaskóli Borgarfjarðar Borgarnes
1. september Kl. 14.00 – 15.00 Íþróttaakademían Reykjanesbær
5. september Kl. 14.30 – 15.30 Smáraskóli Kópavogur
6. september Kl. 14.00 – 15.00 Sunnulækjarskóli Selfoss
7. september Kl. 14.30 – 15.30 Giljaskóli Akureyri
8. september Kl. 14.00 - 16.00 Grunnskóli Ísafjarðar Ísafjörður

Allir fundir verða opnir þannig að fundargestir geta valið þann fundarstað sem hentar þeim. 

Þá er fyrirhugað að taka upp kynningu sem verður aðgengileg á vefsvæði mms.is. 

skrifað 26. áGú. 2016.