1. Forsíða
  2. Samræmt könnunarpróf í íslensku

Samræmt könnunarpróf í íslensku

Þegar nemendur skráðu sig inn í rafrænt prófakerfi til að þreyta könnunarpróf í íslensku í morgun komu upp vandamál. Orsakir þeirra eru að prófakerfið átti að færast yfir á afkastameiri vefþjón en vegna tæknilegra vandamála misfórst sú yfirfærsla.

Menntamálastofnun setti í gang viðbragðsáætlun og lögð var áherslu á að upplýsa skóla um stöðuna.  Um kl. 10 þegar umfang vandans var ljóst var ákveðið að fresta prófinu.

Sérfræðingar Menntamálastofnunar og þjónustuaðila hafa farið yfir atvikalýsingu og gert athuganir á prófakerfinu. Talið er að búið sé að greina vandamálið og fullnægjandi lausn liggi fyrir. Engin ástæða er til að ætla annað en að prófakerfið virki í fyrramálið. Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að halda óbreyttri áætlun um  próf í stærðfræði á fimmtudag og ensku á föstudag.

Menntamálastofnun hefur rætt við mennta- og menningarmálaráðuneytið og formann Skólastjórafélags Íslands um hvernig bregðast eigi við þeirri stöðu sem upp er komin. Í næstu viku verður fundað um mögulegar lausnir. Haft verður að leiðarljósi að nemendur njóti alls vafa og að aðstæður við töku prófsins í morgun bitni ekki á þeim.

Menntamálastofnun biður alla hlutaðeigandi afsökunar á þeim vanda sem upp kom við fyrirlögn íslenskuprófsins í morgun.

skrifað 07. MAR. 2018.