1. Forsíða
  2. Sérfræðingur í úrvinnslu gagna og prófagerð

Sérfræðingur í úrvinnslu gagna og prófagerð

Menntamálastofnun stuðlar að framförum í þágu menntunar í samræmi við stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið. Stofnunin sinnir víðtæku hlutverki við mat á menntun, þróar og miðlar námsgögnum til nemenda og veitir margskonar þjónustu við menntakerfið.

Auglýst er laus til umsóknar  staða sérfræðings í úrvinnslu gagna og prófagerð á matssviði. Um er að ræða 100% starf og laun eru greidd samkvæmt samningum fjármálaráðuneytisins og viðkomandi stéttarfélags. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.

Helstu verkefni

  • Prófagerð.
  • Úrvinnsla, meðferð, miðlun og greining gagna.
  • Aðkoma að framkvæmd rafrænna prófa.
  • Aðkoma að framkvæmd PISA.
  • Þátttaka í öðrum verkefnum á matssviði.

Menntunar og hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Öryggi, nákvæmni, ögun og reynsla í meðferð, greiningu og úrvinnslu gagna skilyrði
  • Þekking og reynsla af tölfræði úrvinnslu skilyrði.
  • Þekking og reynsla af skólastarfi æskileg.
  • Þekking og reynsla af stöðlun mælitækja er kostur.
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð.
  • Færni í miðlun upplýsinga í mæltu og rituðu máli.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
  • Góðir samskiptahæfileikar.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri, í s. 514-7500, netfang: [email protected]

Umsókn um starfið fylgi skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsókn sendist á [email protected] merkt sérfræðingur, matssvið. Öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.

Umsóknarfrestur er til og með 26. október 2017.

skrifað 17. OKT. 2017.