1. Forsíða
  2. Unnið er að því að auka afköst vefverslunar A4

Unnið er að því að auka afköst vefverslunar A4

Menntamálastofnun fékk ábendingu um að þegar pantað er efni á vefverslun skólanna hjá A4 kæmi stundum tilkynning um að efni sé uppselt þó sú sé ekki raunin. Í flestum tilvikum er hægt að panta efnið með því að smella á vöruna sjálfa og flytjast inn á umfjöllun um hana, þá kemur í ljós að vara er til og hægt að setja hana í körfu.

Ástæða þessa er að með vaxandi umferð um pöntunarsíðuna og ef margir eru samtímis að skoða sömu vöru, þá fer vefsíðan í ákveðna varnarstöðu til að koma í veg fyrir að pantanir verði stærri en lagerstaða leyfir. Þeir viðskiptavinir sem lenda í því að vörur líta út fyrir að vera uppseldar eru því hvattir til að smella á vöruna til að ljúka við sína pöntun. Unnið er að því að mæta aukinni umferð á pöntunarsíðunni með því að auka viðbragðsflýti hennar og afköst.

Menntamálastofnun vonast til að pöntunar- og afgreiðsluferli námsgagna gangi greiðlega fyrir sig og hvetur skóla til að vera tímanlega með pantanir sínar fyrir komandi skólaár.

skrifað 24. MAí. 2018.