1. Forsíða
  2. Útgáfudagur að vori - 18. apríl

Útgáfudagur að vori - 18. apríl

Menntamálastofnun hefur fram til þessa gefið út nýtt námsefni yfir allt árið en ákveðið var að breyta því á síðasta ári. Hér eftir verða tveir árlegir útgáfudagar, annar að vori og hinn að hausti. Sá fyrsti verður 18. apríl næstkomandi og verður Menntamálastofnun með opið hús að því tilefni.

Eitt af hlutverkum Menntamálastofnunar er að sjá öllum grunnskólanemendum  fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum og eru þau verkefni á miðlunarsvið Menntamálastofnunar. Sviðið sér um gerð og miðlun námsgagn, bæði námsbóka, kennsluleiðbeininga og stafræns efnis ásamt hönnun viðmóts fyrir notendur alls efnis. Þá sinnir sviðið einnig þróun námsgagna og stuðningi við kennara um nýtingu þeirra. Á sviðinu starfa átta ritstjórar sem ritstýra námsefni í öllum kennslugreinum grunnskólans.

Menntamálastofnun hefur á boðstólnum um það bil 700 titla sem árlega er dreift í 560.000 eintökum til 183 grunnskóla. Sá fjöldi sem kemur út árlega er breytilegur en að jafnaði koma út 25 - 40 nýir titlar á hverju ári. Námsefni stofnunarinnar er ekki selt heldur dreift til skóla að kostnaðarlausu.

Skráning á viðburð.

skrifað 11. APR. 2018.