1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Innritun í framhaldsskóla

Innritun í framhaldsskóla

Innritun í framhaldsskóla á haustönn 2018

Forinnritun nemenda í 10. bekk mun standa yfir dagana 5. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda í 10. bekk (fæddir 2002 eða síðar) hefst mánudaginn 5. mars og lýkur föstudaginn 13. apríl. Nemendur fá bréf frá Menntamálastofnun með veflykli að innritunarvef og leiðbeiningum sem afhent verður í grunnskólunum. Foreldrar/forráðamenn nemenda fá bréf í pósti frá Menntamálastofnun með upplýsingum um innritunina. Nemendur í 10. bekk eru eindregið hvattir til að taka þátt í forinnrituninni.

Innritun annarra en 10. bekkinga mun standa yfir 6. apríl til 31. maí

Innritun eldri nemenda (fæddir 2001 eða fyrr) sem eru ekki í framhaldsskóla sem stendur eða ætla að skipta um skóla hefst þriðjudaginn 3. apríl og lýkur fimmtudaginn 31. maí. Umsækjendur 17 ára og eldri nota auðkenni frá island.is eða rafræn skilríki á greiðslukorti.  Ef sótt er um Íslykil á netinu er hægt að velja um að fá hann sendan á lögheimili, sem tekur 2-5 virka daga eða í netbanka, sem skilar sér samdægurs (undir „rafræn skjöl“).  Rafræn persónuskilríki er hægt að sækja um hjá viðskiptabanka. 

Lokainnritun nemenda í 10. bekk verður 4. maí til 8. júní

Nemendur í 10. bekk hafa frest til sækja um nám í framhaldsskóla eða breyta umsóknum úr forinnritun til miðnættis föstudagsins 8. júní. Einkunnir þeirra verða sendar rafrænt frá grunnskólum til framhaldsskóla eftir skólaslit.

Fjar- og dreifnám og nám í kvöldskóla

Innritun í fjar- og dreifnám og í kvöldskóla fer fram samkvæmt fyrirkomulagi sem einstakir framhaldsskólar auglýsa.

Nánari upplýsingar má fá í síma 514-7500 eða með því að senda póst á innritun@mms.is

 

 

Listi yfir skóla sem bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi.

menntagatt.is