Lesferill

Lesferill er heiti á nýju matstæki sem unnið er af læsisteymi Menntamálastofnunar í samstarfi við aðra sérfræðinga stofnunarinnar. Lesferli er ætlað að meta grunnþætti læsis s.s. lesfimi, lesskilning, ritun, orðaforða og málskilning. Ætlunin er að Lesferill spanni frá þriggja til 16 ára aldurs. Hafist var handa við að vinna þessi próf í október 2015 þegar læsisteymið hóf störf. Ætlunin er að prófin verði öll tilbúin til notkunar haustið 2020. Ýmist er um stöðupróf eða skimanir að ræða.

Alls eru fjögur próf tilbúin til notkunar haustið 2016, allt próf sem snúa að umskráningu eða sjálfri lestrartækninni. Hér er um að ræða lesfimipróf, sem má segja að séu grunnprófin, síðan eru það svonefnd hliðarpróf, sem meta þætti sem allir tengjast eða hafa áhrif á lestrartæknina. Hliðarprófin eru: próf í sjónrænum orðaforða, próf í orðleysulestri og nefnuhraðapróf. 

Lesa nánar um Lesferil 

Kynningarefni fyrir kennara má finna undir Lesferli í Skólagátt.