1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Söguskinna - Bókmenntir

Söguskinna - Bókmenntir

Eingöngu úthlutað til skóla.


  • Höfundur
  • Edda Pétursdóttir og Þórdís Gísladóttir völdu efnið
  • Myndefni
  • Ýmsir
  • Vörunúmer
  • 7102
  • Skólastig
  • Miðstig
  • Útgáfuár
  • 2016
  • Lengd
  • 135 bls.

Söguskinna er önnur bókin úr röð bóka sem eru einkum ætlaðar fyrir miðstig grunnskóla.

Í Söguskinnu fara lesendur í ferðalag um víðan völl. Textar bókarinnar eru fjölbreyttir og fróðlegir og bjóða upp á umræður og vangaveltur. Sagðar eru flökkusögur, gluggað í dagbækur, rýnt í umhverfi og náttúru, farið um framandi slóðir og fræðst um drauga og varúlfa. 

Við val á textum og efni í bókina var fyrst og fremst haft í huga að efnistök væru fjölbreytt og næðu að fanga áhuga sem allra flestra nemenda. Textarnir eru úr ýmsum áttum og skrifaðir af rithöfundum, ljóðskáldum, blaðamönnum eða fræðimönnum.


Tengdar vörur