1. Forsíða
  2. Próf og mat
  3. Stuðningsúrræði og undanþágur

Stuðningsúrræði og undanþágur

Frestur til að skrá inn beiðnir um stuðningsúrræði og undanþágur er til miðnættis 24. febrúar vegna samræmdra könnunarprófa sem verða haldin í mars 2021.

Ein forsenda samræmdra könnunarprófa er að allir nemendur þreyti prófin við sömu skilyrði. Í vissum tilvikum er þó heimilt að víkja frá fyrirlagnarreglum með það að markmiði að nemendur eigi auðveldara með að sýna færni sína þrátt fyrir fötlun eða sérstakar aðstæður. Þegar slík úrræði skarast við þá færni sem verið er að meta, t.d. við mat á lestrarfærni, er tekið tillit til áherslu aðalnámskrár grunnskóla fyrir hvern aldurshóp við útfærslu stuðningsúrræða.

Stuðningsúrræði

Eyðublöð fyrir umsókn um stuðningsúrræði og undanþágur eru ætluð starfsmönnum til að nota í samskiptum við forsjáraðila og til að afla undirskrifta þeirra. Eyðublöðum með undirskrift forsjáraðila er haldið til haga í skólanum en sótt er um úrræðið á vefsvæði skóla í Skólagáttinni

Frestur til að sækja um stuðningsúrræði rennur út tveimur vikum fyrir fyrsta prófdag. Menntamálastofnun er ekki heimilt að samþykkja skráningu á stuðningsúrræðum eftir að sá tími er liðinn. 

Eyðublað fyrir umsókn um stuðningsúrræði - enska - pólska

Undanþágur

Í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 173/2017 um fyrirkomulag og framkvæmd samræmdra könnunarprófa í grunnskóla er heimilt að sækja um undanþágu frá því að þreyta samræmd könnunarpróf ef gildar ástæður mæla með því. Heimild skólastjóra til undanþágu tekur einungis til:

  a) nemenda með annað móðurmál en íslensku vegna prófs í íslensku, stærðfræði og ensku sem að mati skólaþjónustu henta ekki slík próf,
  b) nemenda sem stunda nám skv. 42. gr. laga um grunnskóla,
  c) nemenda sem hafa orðið fyrir líkamlegu eða andlegu áfalli og henta því ekki slík próf að mati skólaþjónustu.

Skólastjóri skal skrá upplýsingar um hvaða nemendur fá undanþágu frá því að þreyta próf og skrá inn í rafrænt upplýsingakerfi Menntamálastofnunar (Skólagátt). Jafnframt skal hann tilkynna stofnuninni um nemendur sem eru fjarverandi eða forfallast vegna veikinda eða af öðrum ástæðum.

Frestur til að sækja um undanþágur er tveimur vikum fyrir fyrsta prófdag. Menntamálastofnun er ekki heimilt að samþykkja skráningu á undanþágum eftir að sá tími er liðinn. 

Eyðublað fyrir umsókn um undanþágu - enska - pólska

Vinsamlegast athugið að vegna persónuverndarlaga hefur einungis sá aðili sem skráði stuðningsúrræði eða undanþágu á nemanda aðgang að skráningu viðkomandi nemanda. 

Trúnaðarupplýsingar um nemendur skulu ekki sendar Menntamálastofnun.

Sjá ítarlegri upplýsingar um stuðningsúrræði og undanþágur í leiðbeiningum um framkvæmd.

Leiðbeiningar um skráningu stuðningsúrræða og undanþága.