Talnalykill

Talnalykill er bæði staðlað og markbundið próf. Mælitölur prófsins gefa til kynna hvar nemandi stendur í samanburði við nemendur í sama árgangi eða bekk í einstökum þáttum stærðfræðinnar. Markbundin túlkun á niðurstöðu prófsins veitir upplýsingar um styrk og veikleika í kunnáttu nemanda í námsþáttum stærðfræðinnar.

Úrvinnsla - Innskráning 

Athugið að Menntamálastofnun hefur hætt dreifingu á gögnum frá 1. janúar 2017. 

Fyrirspurnir og pantanir fara fram í gegnum [email protected] og vefsíða Talnalykils er talnalykill.is.

Athugið að Menntamálastofnun hætti aðkomu að námskeiðum 31. desember 2015.