Um FS-netið

FS-netið er hraðvirkt gagnaflutningsnet sem tengir saman alla framhaldsskóla og símenntunarstöðvar á landinu.
FS-netið er tilkomið í kjölfar útboðs Menntamálaráðuneytisins í júní 2002 á hraðvirku gagnaflutningsneti sem ætlað er að skapa nútímalega upplýsingahraðbraut milli menntastofnana sem nýta má við nýjungar í skólastarfi, svo sem við fjarkennslu og fjarnám.
Eigandi netsins er Menntamálaráðuneytið.
Aðilar að netinu eru allir framhaldsskólar landsins auk símenntunarstöðva og útibúa þeirra.

Þjónustuver Vodafone
Þjónustuver Vodafone sér um að veita upplýsingar um ástand FS-netsins ásamt því að taka við bilanatilkynningum og fyrirspurnum.
Síminn í þjónustuverinu er 599-9997, einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á póstfangið [email protected].
Þjónustuverið er opið allan sólarhringinn alla daga ársins.

Tæknileg högun
FS-netið er byggt upp sem hraðvirkt sjálfstætt gagnaflutningsnet sem byggir á IP-högun. Tengihraði ræðst af framboði á hverju svæði en tengingar eru frá 10MB upp í 1 GB.
Innan netsins er stuðningur við margvarp(multicast) og forgangsröðun umferðar QoS (Quality of Service) til að styðja við hnökralausan flutning á margmiðlunarefni yfir netið.
FS-netið er með 2 x 2GB tengingu til samskipta við önnur sambærileg net á Íslandi sbr. RHnetið, Vodafone, Snerpu og Internetið.
Nánari upplýsingar um tækilega högun FS-netsins sbr. uppsetning á nafnamiðlurum(DNS), vefseli (proxy), póstsamskiptum o.fl. fást með því að velja hafa samband við Vodafone.

Ábyrgðarsvið skóla og símenntunarstöðva
Aðilar FS-nets sjá sjálfir um viðhald og rekstur á sínum tölvukerfum, þar með talið að tryggja að öryggismál séu í lagi og að umhverfi búnaðar vegna beina og netskipta sé í lagi.
Sérstaklega þarf að tryggja að hita og rakastig sé í lagi og gengið frá búnaði þannig að ekki sé hætta á að honum verði stolið eða búnaðurinn verði fyrir hnjaski.
Ef slíkt kemur upp er viðkomandi skóli / símenntunarstöð ábyrg fyrir öllum kostnaði því samfara.
Ef upp koma tilvik þar sem búnaður/umhverfi á ábyrgð skóla / símenntunarstöðvar veldur bilunum / truflunum innan FS-nets sem orsakar vinnu að hálfu Vodafone við bilanagreiningu eða úrlausn er viðkomandi aðili ábyrgur fyrir öllum kostnaði því samfara.

Dagleg umsjón og rekstur
Vodafone sér um dagleg umsjón og rekstur FS-netsins.
Innan netsins eru meðal annars reknar póst- og proxy-þjónustur fyrir notendur, auk þess sem sérstakt eftirlitskerfi fylgist með ástandi innan netsins.