1. Forsíða
  2. Þjónusta
  3. Ráð og nefndir
  4. Ungmennaráð Menntamálastofnunar

Ungmennaráð Menntamálastofnunar

Í ungmennaráði Menntamálastofnunar eru unglingar á aldrinum 14-18 ára sem eru stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni stofnunarinnar sem varða börn og ungmenni. Í apríl 2016 var haldinn samráðsfundur stofnunarinnar með fulltrúum úr ýmsum starfandi ungmennaráðum og í framhaldi af þeim fundi óskaði Menntamálastofnun eftir tilnefningum frá þessum sömu aðilum í ungmennaráð stofnunarinnar. Þeirri málaleitan var mjög vel tekið og í framhaldinu var ráðið sett á fót. 

Samstarfsaðilar okkar eru:  Barnaheill, SAFT, Samband íslenskra sveitarfélaga (ungmennaráð sveitarfélaga), Samfés, Umboðsmaður barna, Unicef og UMFÍ.

Fulltrúar í ungmennaráði Menntamálastofnunar

Hlutverk ungmennaráðs Menntamálastofnunar

  • Vera ráðgefandi fyrir Menntamálastofnun um málefni og verkefni stofnunarinnar sem snúa að börnum og ungmennum.
  • Vera ráðgefandi um framtíðarsýn í þeim málum sem varða þeirra aldursflokk, eins og t.d. útgáfu námsefnis, námsmat, innritun og fl.
  • Vera starfsmönnum Menntamálastofnunar innan handar í einstökum verkefnum ef tími og aðstæður ráðgjafa leyfa.
  • Sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum Menntamálastofnunar, ef þurfa þykir.
  • Halda erindi á ráðstefnum, skrifa greinar í blöð og funda með ráðamönnum.

Handbók ungmennaráðs Menntamálastofnunar

Fundargerðir

Ársskýrslur

Fréttatilkynning um stofnun ungmennaráðs.

Uppplýsingar frá samráðsfundi Menntamálastofnunar og fulltrúa úr ungmennaráðum 29. apríl 2016.

 

 

Umsjónaraðili ungmennaráðsins er Anna Björg Auðunsdóttir, [email protected].