WISC-IV

Greindarpróf Wechslers fyrir börn – fjórða útgáfa (WISC-IV) er einstaklingsmiðað klínískt próf til að meta vitsmunaþroska barna á aldrinum 6 ára og 0 mánaða til 16 ára og 11 mánaða. Þessi nýja gerð af greindarprófi Wechslers fyrir börn er byggð á þriðju útgáfu (WISC-III; Wechsler, 1991) og inniheldur undirpróf og heildartölur ólíkra prófhluta sem gefa upplýsingar um vitsmunastarfsemi á ákveðnum sviðum greindar og jafnframt heildartölu sem gefur upplýsingar um almenna greind (þ.e. heildartölu greindar). Það hefur verið endurbætt verulega frá fyrri útgáfum, þar á meðal eru ný aldursviðmið, ný undirpróf og aukin áhersla á heildartölu ólíkra prófhluta sem endurspegla vitsmunastarfsemi barnsins á einstökum, aðgreindum sviðum.

Allar myndir hafa verið endurnýjaðar þannig að þær verði meira aðlaðandi og nútímalegri og breytingar hafa verið gerðar á fyrirlögn og stigagjöf til að gera prófið þægilegra í notkun. Frekari umfjöllun um markmið endurbótanna og þau fræðilegu rök sem notuð voru við þróun prófsins er í 2. kafla í WISC- IV Mælifræði og túlkun.

Menntamálastofnun hefur hætt dreifingu á prófgögnum þar sem samningar við erlenda aðila hafa runnið út.