1. Forsíða
  2. Hvetur börn til aukins lesturs og skapandi skrifa

Hvetur börn til aukins lesturs og skapandi skrifa

Sögur er samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og KrakkaRÚV. Markmið samstarfsins er að framleiða efni er hvetur krakka á aldrinum 6 til 12 ára til aukins lesturs og skapandi skrifa.

Frá október 2017 fram í apríl 2018 birtast skemmtileg og fræðandi myndbönd í KrakkaRÚV bæði í sjónvarpi og á vefsvæði. Þar fá krakkar leiðsögn í skapandi skrifum, taka viðtöl við rithöfunda og fjalla um barna- og unglingabækur. Fjölbreyttar fyrirmyndir í íslensku samfélagi munu einnig segja okkur frá bókum sem hafa haft áhrif á þau. 

Í Krakkakiljunni eru svo börn úr Lestrarráði KrakkaRÚV fengin til að fjalla um nýjar íslenskar barnabækur. 

 

 

skrifað 15. FEB. 2018.