1. Forsíða
  2. Lestur er lykill að ævintýrum - upptökur

Lestur er lykill að ævintýrum - upptökur

Lestur er lykill að ævintýrum er heiti ráðstefnu sem haldin var 18. nóvember sl. og var vettvangur fyrir sérfræðinga og fræðimenn til að kynna verkefni er lúta að læsi á leik- og grunnskólastigi. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Aðalfyrirlesarar voru R. Malatesha Joshi, doktor í lestrar- og móðurmálskennslu við Texas háskóla í Austin, Rannveig Oddsdóttir, sérfræðingur við Miðstöð skólaþróunar Háskólans á Akureyri og Jenný Gunnbjörnsdóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri. 

Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson setti ráðstefnuna en ráðstefnustjóri var Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. 

Upptökur: 

Jóhanna Einarsdóttir 

Hr. Guðni Th. Jóhannesson

Joshi  R. Malatesha

Rannveig Oddsdóttir

Jenný Gunnbjörnsdóttir 

 

skrifað 06. DES. 2017.