1. Forsíða
  2. Nýtt námsefni | Risaeðla á róló

Nýtt námsefni | Risaeðla á róló

Smábækur Menntamálastofnunar eru lestrarþjálfunarefni fyrir börn á yngsta stigi. Bókunum er skipt í fimm flokka eftir þyngdarstigi og er Risaeðla á róló í 2. flokki.

Á spássíum eru þjálfunarorð sem börnin æfa sig í að lesa nokkrum sinnum áður en þau glíma við textann. Neðst á hverri síðu eru spurningar um efni sögunnar þar sem reynir á skilning og ályktunarhæfni. Ætlast er til að rætt sé við barnið um efnið eftir hverja síðu.

Höfundur er Kristín Þórunn Kristinsdóttir og er bókin ríkulega myndskreytt teikningum eftir Guðmund Ágúst Ágústsson. 

skrifað 16. áGú. 2021.