1. Forsíða
  2. Samningur við A4 framlengdur

Samningur við A4 framlengdur

Menntamálastofnun og Egilson/A4 ehf hafa framlengt samning um vöruhýsingu og dreifingu námsgagna. Samningurinn byggir á útboði sem fór fram árið 2017 og felur í sér að A4 sér um að hýsa í vöruhúsi sínu og senda til grunnskóla allar námsbækur og námsgögn sem Menntamálastofnun gefur út.

Við endurnýjun samningsins voru aðilar sammála um að vinna að því með forsvarsmönnum grunnskóla að skipuleggja betur pantanir og dreifingu á námsgögnum þannig að tekið verði tillit til umhverfissjónarmiða á sama tíma og góðri þjónustu er viðhaldið. 

Það voru Katrín Friðriksdóttir, sviðsstjóri miðlunarsviðs, Arnór Guðmundsson, forstjóri og Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri Fyrirtækjaþjónustu A4 sem undirrituðu framlengingu samnings. 

skrifað 09. SEP. 2020.