1. Forsíða
  2. Sumarstörf meistaranema við rannsóknarverkefni

Sumarstörf meistaranema við rannsóknarverkefni

Menntamálastofnun leitar eftir fimm metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi háskólanemum í meistaranámi til að vinna að tveimur verkefnum sem studd eru af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Annars vegar er um að ræða teymi tveggja nema til þess að vinna að endurskoðun íslenskuprófs fyrir umsækjendur um íslenskan ríkisborgararétt og hins vegar teymi þriggja nema sem mun vinna að greiningu á samræmi á inntaki samræmdra könnunarprófa og aðalnámskrár grunnskóla.  

Óskað er eftir tveimur nemum á sviði sálfræði, tveimur nemum á sviði íslensku eða menntunarfræða og einum nema á sviði stærðfræði eða raungreina.  

Um er að ræða 100% störf og er greitt samkvæmt styrk Nýsköpunarsjóðs námsmanna. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf á tímabilinu 15. maí til 1. júní. Ráðningartímabil er 3 mánuðir.  

Menntunar- og hæfnikröfur:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
Skipulögð vinnubrögð, sjálfstæði og góð samskiptahæfni. 
Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.
Góð almenn tölvukunnátta. 
Góð hæfni í íslensku og meðferð ritaðs máls. 
Umsækjendur skulu vera í háskólanámi á meistarastigi. 
Umsækjendur á sviði sálfræði skulu hafa gott vald á matsfræði og prófagerð. 
Umsækjendur á sviði kennslu og menntunarfræði skulu hafa þekkingu á aðalnámskrá og hæfnimarkmiðum.  
Umsækjendur á sviði íslensku eða tungumála eða tungumálakennslu skulu hafa góða þekkingu á íslensku og tungumálanámi.  
Umsækjendur á sviði stærðfræði, raungreina eða stærðfræðikennslu skulu hafa gott vald á grunnatriðum stærðfræði og raungreina.  

Umsókn um starfið skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.

Umsókn sendist á [email protected] merkt: Nemi í sumarstarf. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. 

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí. 

Nánari upplýsingar um starfið veita Berglind Hansen og Sigurgrímur Skúlason, í s. 514-7500, netfang: [email protected] eða [email protected].   

 

skrifað 03. MAí. 2021.