1. Forsíða
  2. Unnið er að úrvinnslu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa

Unnið er að úrvinnslu á niðurstöðum samræmdra könnunarprófa

Nemendur í 4. og 7. bekk hafa nú fengið einkunnir úr samræmdum könnunarprófunum. Starfsmenn Menntamálastofnunar vinna hins vegar enn hörðum höndum við frekari úrvinnslu á niðurstöðum úr prófunum en stofnuninni er skylt að gefa út yfirlit um heildarniðurstöður þeirra. Þar munu koma fram meðaltöl einstakra skóla og á landsvísu eftir námsgreinum, hlutfall nemenda sem ekki þreyta hvert próf og aðrar upplýsingar sem þarf til að skýra niðurstöðurnar og auðvelda túlkun þeirra. Þetta mun verða aðgengilegt í skýrslugrunni Menntamálastofnunar, skyrslur.mms.is. Samkvæmt reglugerð um samræmd könnunarpróf skal stofnun birta þessi gögn eigi siðar en þremur mánuðum eftir að prófin eru lögð fyrir. Ekki er komin nákvæm dagsetning á það hvenær vinnu þessari lýkur en það mun verða tilkynnt á heimasíðu og á Facebook-síðum Menntamálastofnunar ásamt því að skólastjórnendur fá tilkynningu í tölvupósti.

skrifað 19. OKT. 2016.